Við þökkum þeim mörgu gestum sem sóttu vel heppnaða afmælishátíð okkar fyrir komuna. Dagskránni lauk með óvissuferð í blíðskaparveðri þar sem Steinasafn Petru á Stöðvarfirði var heimsótt.

Um tilurð Austurbrúar

Austurbrú varð til fyrir 10 árum með samruna Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Menningarráðs Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Að henni standa yfir þrjátíu stofnaðilar, þar á meðal öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn