Sveitarfélögin fjögur sem mynda  Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) vinna að mótun svæðisskipulags fyrir landshlutann þar sem áhersla er lögð á:

  • Austurland sem ákjósanlegan stað til búsetu og atvinnusóknar sem og áhugaverðan stað til að sækja heim. 
  • Þróun sem byggi í mun ríkari mæli á því sem nú þegar er til staðar á Austurlandi; náttúru, sögu, menningu, bæi og íbúa – sem  uppsprettu hugmynda. 
  • Skýr tengsl við Áfangastaðaáætlun Austurlands og nánari útfærslu m.t.t. skipulagsmála. Hluti af því er að skilgreina perlur Austurlands, framtíðarnýtingu þeirra, verndun og samspil. 
  • Leiðbeiningar fyrir aðalskipulagsgerð hvað varðar staðsetningu og heildarsvip ferðamanna-/áfangastaða Austurlands , helstu gönguleiðir og slóða.