Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044
Skipulagsstofnun staðfesti 12. október 2022 Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044, sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd Austurlands þann 2. september sl. Skipulagið var undirritað af settum forstjóra Skipulagsstofnunar og bæjar- og sveitarstjórum á Austurlandi í Reykjavík 12. október. Það öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 27. október nk.
Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044Sameiginleg stefna
Með svæðisskipulagi Austurlands er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum í málefnum þar sem hagsmunir þeirra fara saman.
Sveitarfélög á AusturlandiTilgangur
Tilgangur svæðisskipulagsgerðar fyrir Austurland er að marka sameiginlega langtíma framtíðarsýn og meginstefnu sveitarfélaganna fjögurra í umhverfis- og byggðamálum, sem stuðlar að því að svæðið geti betur virkað sem landfræðileg, hagræn og félagsleg heild sem aftur styrkir byggðarþróun.
NánarViðfangsefni og áherslur
Við mótun svæðisskipulagsins er sjónum beint að fjórum sviðum með yfirskriftirnar:
- Austurland – Góð heimkynni
- Austurland – Land sóknarfæra
- Austurland – Ævintýri líkast
- Austurland – Sterkt samfélag
Undir hverju sviði verða skilgreind viðfangsefni sem snúa að áherslumálum svæðisskipulagsnefndar sem eru: Búseta og lífsgæði, atvinna og auðlindir, þekking og nýsköpun og áfangastaður og upplifun.
Umsjón og ráðgjöf
Að vinnu við svæðisskipulagsgerðina koma svæðisskipulagsnefnd sem í sitja tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi auk fulltrúa frá Ferðamálasamtökum Austurlands, verkefnisstjóri fyrir hönd SSA og ráðgjafar frá ráðgjafafyrirtækinu Alta.
NánarGögn og ferli
Í tengslum við verkefnið hafa verið unnar starfsreglur, skipulagslýsing og verkáætlun.
NánarKynning á mótun svæðisskipulags
Á aðalfundi SSA þann 3. júní 2021 kynntu ráðgjafar frá Alta framgang svæðisskipulagsverkefnis Austurlands. Einnig sagði sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun frá straumum í skipulagsmálum og mögulegt hlutverk svæðisskipulags við framfylgd landsskipulagsstefnu. Þá kynnti skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins reynslu af framfylgd svæðisskipulags þar.
Sjá skjöl: