Pistill yfirverkefnastjóra
„Atvinnu- og byggðamál eru frekar stór hluti af starfsemi Austurbrúar og hefur svo verið lengi. Verkefnin á sviðinu eru ætluð til að efla landshlutann og byggja hann upp á sem fjölbreytilegastan hátt.“
Lesa pistilÁfangastaðastofa Austurlands
Í verkefninu Áfangastaðastofa Austurlands er unnið að þróunarverkefnum og kynningar- og markaðssetningu á áfangastaðnum í virku samstarfi við hagaðila með það að markmiði að skapa sem besta upplifun af áfangastaðnum. Unnið er samkvæmt áherslum sem settar hafa verið fram um áfangastaðinn en grunnurinn að öllu starfi liggur í áfangastaðastaðaáætlun. Unnið er markvisst með upplifun innlendra og erlendra gesta, jafnt og íbúa. Haldnir eru reglulegir fundir með samstarfsaðilum og markaðsráðitil þess að gæta samlegðar og slagkrafts í verkefnum.
Einstök verkefni:
Matarauður Austurlands
Sértæk byggðaverkefni
Undanfarin ár hafa nokkur austfirsk byggðalög tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir sem er byggðaþróunarverkefni á vegum Byggðastofnunar. Þessi verkefni hafa verið vistuð hjá Austurbrú og verkefnisstjórar þeirra verið hluti af starfsliði Austurbrúar. Á árinu hófst nýtt slíkt verkefni, Sterkur Stöðvarfjörður, en að auki heldur Austurbrú utan um sambærilegt verkefni á Seyðisfirði sem hrint var af stað vegna skriðufallanna 2020 og miðar að eflingu atvinnulífs í kjölfar áfallsins.
Einstök verkefni:
Sterkur Stöðvarfjörður
Fögur framtíð í Fljótsdal
Vopnafjörður
Seyðisfjörður
Menningarviðburðir
Líkt og síðustu ár vinnur Austurbrú að uppbyggingu menningar og lista á Austurlandi. Starfsmenn Austurbrúar sinna mismunandi verkefnum á sviði menningar í landshlutanum og út fyrir hann. Verkefnin á þessu sviði eru fjölbreytilegt. Má þar nefna BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi sem haldin var í fjórða sinn á haustmánuðum, byggða- og samveruhátíðina Dagar myrkurs, matarmenningu, List fyrir alla og samstarf menningarmiðstöðvanna þriggja í fjórðungnum.
NánarNýsköpun og atvinnuþróun
Austurbrú sinnir ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og aðstoðar frumkvöðla og fyrirtæki að þróa hugmyndir sínar og verkefni. Atvinnuþróunarráðgjafar sinna á hverju ári fjölda viðtala og veita þjónustu er snýr m.a. að möguleikum varðandi fjármögnun, áætlanagerð, markaðssetningu eða upplýsingar um styrki. Farið er í heimsóknir í fyrirtæki og til einstaklinga sem eru í rekstri í fjórðungnum. Tilgangurinn er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum á Austurlandi.
Einstök verkefni:
Matsjáin
Sérverkefni: Þróun og uppbygging
Austurbrú vinnur á ári hverju mörg verkefni sem ætluð eru til að efla byggðir og samfélög á Austurlandi. Verkefnin eru af mismunandi toga en öll á sviði þróunar og uppbyggingar. Í sumum tilfellum er sótt um fjármagn í sjóði til þess að hrinda af stað verkefnum sem mikilvæg teljast fyrir samfélagsþróun á Austurlandi en í öðrum tilfellum eru það ríki og/eða sveitarfélög sem fela Austurbrú að vinna slík verkefni og fylgir þá fjármagn frá þeim. Hér fyrir neðan má lesa nánar um stærstu verkefnin sem unnið var að á árinu.
Einstök verkefni:
Efling Egilsstaðaflugvallar
Stuðlagil
Uppbygging á Seyðisfirði
Hringrásarhagkerfið: Fræðslumyndbönd
Hringrásarhagkerfi: Úrgangsmál
Störf án staðsetningar