Starfsemi SSA
Starfsemi SSA er margþætt og má þar nefna umsagnir um frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda til framþróunar á Austurlandi. SSA vinnur einnig að sóknaráætlun landshlutans, þróun svæðisskipulags og almenningssamgangna, á í samskiptum við önnur landshlutasamtök, þingmenn kjördæmisins, starfsmenn Stjórnarráðsins, sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga á starfssvæði SSA og íbúa Austurlands. Að auki skipar SSA í ýmsa starfshópa og nefndir.
NánarAðalfundur
Þann 29. apríl 2022 fór 56. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar, kynning á ársreikningi fyrir 2021 og fjárhagsáætlunum fyrir árin 2022 og 2023. Auk þeirra var sagt frá framvindu við verkefnið Svæðisskipulag Austurlands sem nýlega hafði þá lokið auglýstum umsagnatíma.
NánarHaustþing
Dagana 8. og 9. september 2022 fór haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fram á Breiðdalsvík. Mörg verkefni lágu fyrir þinginu að venju. Má nefna að skipaður var nýr formaður og ný stjórn, menningarverðlaun SSA voru veitt og Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 skipaði stóran sess. Að venju sendi þingið frá sér ályktanir um ýmis málefni sem tengjast fjórðungnum.
NánarMenningarverðlaun
Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi árið 2022. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.
NánarSvæðisskipulag Austurlands
Stór áfangi náðist á árinu 2022 þegar Svæðisskipulag Austurlands var undirritað, en vinna við verkefnið hefur staðið yfir síðan 2016.
Tilgangur svæðisskipulagsgerðar fyrir Austurland er að marka sameiginlega langtíma framtíðarsýn og meginstefnusveitarfélaganna fjögurra í umhverfis- og byggðamálum, sem stuðlar að því að svæðið geti betur virkað sem landfræðileg, hagræn og félagsleg heild sem aftur styrkir byggðarþróun. Við mótun svæðisskipulagsins er sjónum beint að fjórum sviðum með yfirskriftirnar:
- Austurland – Góð heimkynni
- Austurland – Land sóknarfæra
- Austurland – Ævintýri líkast
- Austurland – Sterkt samfélag
Sóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Austurlands byggir á samningi SSA við ráðneytin og gildir til fimm ára í senn. Markmið samnings um sóknaráætlun er að stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
NánarStjórn
Stjórn
Aðalmenn
Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir, varaformaður
Ragnar Sigurðsson
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Axel Örn Sveinbjörnsson
Jóhann F. Þórhallsson, áheyrnarfulltrúi
Varamenn
Þórdís Benediktsdóttir
Stefán Þór Eysteinsson
Jónína Brynjólfsdóttir
Eyþór Stefánsson
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
Lárus Heiðarsson, varaáheyrnarfulltrúi