Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar, kynning á ársreikningi fyrir 2021 og fjárhagsáætlunum fyrir árin 2022 og 2023. Auk þeirra var sagt frá framvindu við verkefnið Svæðisskipulag Austurlands sem nýlega hefur lokið auglýstum umsagnatíma. Alls barst 31 umsögn sem nefnd um skipulagið hafði tekið fyrir á fundi sínum deginum áður.