Námið er 400 klukkustundir að lengd og miðar að því að efla faglega hæfni, auka skilning á vinnuferlum og styrkja öryggisvitund þátttakenda. Fyrir útskrift kynntu nemendur lokaverkefni sín, sem öll áttu það sameiginlegt að fjalla um öryggi starfsmanna og mögulegar umbætur í starfsumhverfi stóriðju.

Meðal verkefna sem kynnt voru má nefna heilsu og öryggi á ofnasvæði, umbætur á ljósakerfi í kerskála, lokun opa í endakerjum, öryggismál tengd pönnuveltum og rafmagnstalíum auk umbóta á deiglustandi. Verkefnin byggðu á raunverulegum aðstæðum á vinnustöðum nemenda og lögðu áherslu á hagnýtar lausnir sem stuðla að auknu öryggi og bættri starfsemi.

Útskriftin markar mikilvægan áfanga fyrir nemendur og vinnustaði þeirra, en námið er jafnframt liður í að efla þekkingu, hæfni og starfsþróun innan stóriðju á Austurlandi og skilar sér í launahækkun.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn