Geðheilbrigðismál í forgangi á haustþingi SSA
Geðheilbrigðismál voru sett á oddinn á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem fram fór á Hallormsstað í gær og í dag. „Mat okkar er að stórefla þurfi aðgengi að geðlæknisþjónustu hér á Austurlandi,“ sagði formaður SSA í ræðu sinni og sagði að þrátt fyrir að samfélagið væri slegið yfir þeim áföllum sem dunið hefðu á Austurlandi síðustu mánuði væri það eindreginn vilji kjörinna fulltrúa að beita sér í samstarfi við HSA fyrir því að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni verði eflt enn frekar.
NánarTvö laus störf hjá Austurbrú
Verkefnastjóri farsældar á Austurlandi
Starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við ráðuneyti mennta- og barnamála. Verkefni starfsins eru fjölþætt og felast meðal annars í að koma á fót Farsældarráði á Austurlandi sem ætlað er að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Verkefnastjóri rannsókna
Starfið krefst haldbærrar reynslu og þekkingar af gagnavinnslu og leikni í að setja fram niðurstöður á skapandi og lifandi hátt. Í starfinu felst að tengja saman upplýsingar, miðla niðurstöðum og þekkingu og setja í samhengi.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2024
NánarUppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum
Úthlutun fyrir verkefnaárið 2025 fer fram í desember 2024 en opið er fyrir umsóknir frá 11. september til og með 31. október. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á stuðning við nýsköpun í atvinnustarfsemi ungs fólks á aldrinum 20 til 35 ára.
NánarLærðu íslensku
Við kennum íslensku á fjórum stöðum á Austurlandi nú í haust og í fjarkennslu.
🇬🇧 Register for an Icelandic language course available in four towns in East Iceland and online this fall.
NánarFréttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin af starfinu.
Allar fréttirNámskeið
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið