Sumarlokun Austurbrúar
Skrifstofur Austurbrúar eru lokaðar vegna sumarleyfa frá og með 7. júlí til 5. ágúst.
Eftir sem áður má senda erindi til starfsfólks í tölvupósti sem svara þegar það snýr aftur úr sumarleyfi.
Austurland sameinast um úrgangsstefnu
Sveitarfélögin á Austurlandi hafa nú öll samþykkt nýja svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir til ársins 2035. Um er að ræða fyrstu heildstæðu áætlunina á þessu sviði sem unnin er í sameiningu af öllum sveitarfélögunum fjórum í landshlutanum. Austurbrú og Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) aðstoðuðu við gagnaöflun og samhæfingu í ferlinu.
NánarNýsköpunarhraðall fyrir landsbyggðina
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup landið, sjö vikna hraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum um land allt.
Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Startup landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.
NánarLærðu íslensku
Við kennum íslensku á fjórum stöðum á Austurlandi nú í haust og í fjarkennslu.
🇬🇧 Register for an Icelandic language course available in four towns in East Iceland and online this fall.
NánarFréttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin af starfinu.
Allar fréttirNámskeið
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið