Verkefnastjóri farsældar á Austurlandi
Austurbrú auglýsir nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Austurlandi. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við ráðuneyti mennta- og barnamála. Verkefni starfsins eru fjölþætt og felast meðal annars í að koma á fót Farsældarráði á Austurlandi sem ætlað er að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2024
NánarVerkefnastjóri rannsókna
Austurbrú auglýsir stöðu verkefnastjóra á sviði rannsókna og greiningarmála. Um er að ræða verkefni sem krefst haldbærrar reynslu og þekkingar af gagnavinnslu og leikni í að setja fram niðurstöður á skapandi og lifandi hátt. Í starfinu felst að tengja saman upplýsingar, miðla niðurstöðum og þekkingu og setja í samhengi. Verkefnið felur í sér töluverð samskipti við einstaklinga, fyrirtæki og aðra hagaðila.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2024
NánarAlmenn umsókn
Óháð auglýstum störfum er alltaf hægt að senda okkur almenna umsókn. Endilega sendu okkur ferilskrá og upplýsingar um hvers konar starfi þú sækist eftir.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Senda umsóknÖnnur störf á Austurlandi
Á vefnum Austurland.is má finna fleiri störf sem auglýst eru laus til umsókna í fjórðungnum.
Austurland.is