Við hjálpum þér að finna þína leið
Í heimsókn hjá ráðgjafa má:
- Fá aðstoð við að setja sér markmið
- Taka áhugasviðskönnun
- Skoða mögulegar námsleiðir
- Fá aðstoð við gerð ferilskrár
- Fá þjónustu vegna raunfærnimats
- Fá aðstoð við að sækja um nám
- Fá aðstoð við mat á námi
Af hverju?
- Áhugasviðskönnun – Þegar þú veist hvar áhuginn liggur er auðveldara að taka næstu skref.
- Ferilskrá – Bættu stöðu þína á vinnumarkaði og fáðu aðstoð við að gera vandaða ferilskrá.
- Námsval – Það eru fjölmargar námsleiðir í boði. Við hjálpum þér að finna þína leið.
- Raunfærnimat – Við metum reynslu inn í skólakerfið og þannig getur þú stytt formlegt nám.
- Sjálfsstyrking – Mikilvægt er að þekkja styrkleika sína og hafa trú á eigin getu.
- Markmiðasetning – Það bætir árangur að setja sér mælanleg og raunhæf markmið.
Fyrir hverja?
Austurbrú þjónar einkum fullorðnu fólki (frá 18 ára aldri) sem ekki hefur lokið formlegu námi en við bjóðum alla velkomna. Ráðgjöfin er þér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar

Hrönn Grímsdóttir