Upphaf verkefnisins
Þátttaka Stöðvarfjarðar í verkefninu „Brothættar byggðir“ hófst með íbúaþingi sem haldið var á Stöðvarfirði, helgina 5.-6. mars 2022. Þetta er þrettánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar, það þriðja á Austurlandi en áður hafa Breiðdalsvík og Borgarfjörður eystri tekið þátt. Að Brothættum byggðum á Stöðvarfirði standa Byggðastofnun, Fjarðabyggð, SSA, Austurbrú og íbúar á Stöðvarfirði. Verkefnið gengur undir heitinu „Sterkur Stöðvarfjörður“.
NánarVerkefnastjóri Sterks Stöðvarfjarðar
Verkefnastjórinn, Valborg Ösp Warén, er með aðsetur í Sköpunarmiðstöðinni. Hún hefur stýrt vinnu við gerð stöðugreininar, verkefnaáætlunar og haft umsýslu með úthlutun úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar.
Frumkvæðissjóður
Frumkvæðissjóðir Brothættra byggða eru styrktarsjóðir fyrir frumkvæðisverkefni á þeim svæðum sem taka þátt. Frumkvæðissjóður Sterks Stöðvarfjarðar styrkir því verkefni sem styðja ýmis konar uppbyggingu á Stöðvarfirði. Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna. Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.
Styrkflokkar
- Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu og nýsköpunar.
- Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar.
Umsóknarferlið
- Fyllið út umsóknareyðublaðið og skilið til verkefnisstjóra ([email protected]).
Verkefnisstjóri býður upp á viðtalstíma og ráðgjöf varðandi umsóknarskrif og/eða hugmyndavinnu. - Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2024.
- Verkefnisstjórn fer yfir umsóknir og úthlutar úr frumkvæðissjóði.
- Umsækjendum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi atriði og styrkja þannig umsóknir sínar:
- Framtíðarsýn og markmið Sterks Stöðvarfjarðar.
- Verklags- og úthlutunarreglur.
Styrkúthlutun
- Gerður er skriflegur samningur við styrkþega innan þriggja mánaða eftir úthlutun.
- Greiðslur styrkja inntar af hendi samkvæmt samningi.
- Verkefni skal að jafnaði lokið ári eftir undirritun samnings.
- Framvindu- og/eða lokaskýrslu skal skilað samkvæmt samningi og eru forsendur fyrir lokagreiðslu styrks.
- Athugið að ef verkefni er ekki unnið í samræmi við samning ber styrkhafa að endurgreiða styrkinn að fullu eða hluta eftir atvikum.
Gögn
Verkefnisstjórn
Alda Marín Kristinsdóttir, Austurbrú
Bjarni Stefán Vilhjálmsson, fulltrúi íbúa
Bryngeir Ágúst Margeirsson, fulltrúi íbúa
Helga Harðardóttir, Byggðastofnun
Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun
Stefán Þór Eysteinsson, Fjarðabyggð
Valgeir Ægir Ingólfsson, Fjarðabyggð