Menningar- verðlaun SSA
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökumá Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr. og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.
Tilnefningu skal fylgja stutt greinargerð um viðkomandi einstakling, stofnun eða félagasamtök þar sem tilnefningin er rökstudd. Tilnefningar án rökstuðnings eru ekki teknar gildar. Allir hafa rétt á að senda inn tilnefningar. Skilafrestur tilnefninga er til 28. ágúst 2022.
Senda inn tilnefninguUm SSA
SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og er ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við verður komið. Sambandið berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta og stuðlar að aukinni þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna.
NánarSveitarfélög á Austurlandi
Á starfssvæði SSA eru fjögur sveitarfélög: Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing og Vopnafjarðarhreppur.
NánarSóknaráætlun Landshlutana
Núgildandi Sóknaráætlanasamningar voru undirritaðir í nóvember 2019. Markmið samninganna er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar.
NánarStarfsfólk og stjórn
Í stjórn SSA sitja fimm sveitarstjórnarmenn af starfssvæðinu en með framkvæmdastjórn fer framkvæmdastjóri Austurbrúar.
NánarGagnasafn
Hér finnurðu fundargerðir stjórnar, nefnda, samþykktir og gögn frá aðalfundum, ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum.
Gagnasafn SSA