Austurbrú
  • Þekking
    • Námskeið
    • Námsleiðir
    • Háskólanám á Austurlandi
    • Rannsóknir
    • Námsráðgjöf og raunfærnimat
    • Fyrirtækjafræðsla
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
  • Þróun
    • Atvinnu- og samfélagsþróun
    • Hringrásarhagkerfið
    • Markaðssetning
    • Uppbygging á Seyðisfirði (IS/EN)
    • Menning
    • Áfangastaðurinn Austurland
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands
  • Þjónusta
    • Atvinnuþróun og ráðgjöf
    • Fjármögnun og styrkir
    • Háskólanemar
    • Námsráðgjöf og raunfærnimat
    • Samstarfssamningar
  • Austurbrú
    • Um Austurbrú
    • Ársrit 2021
    • Fundargerðir og gögn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Gagnasafn
    • Starfsfólk
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • Senda ábendingu
    • English: About Austurbrú
  • SSA
    • Um SSA
    • Ársrit 2021
    • Fundargerðir og gögn
    • Menningarverðlaun SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Starfsfólk og stjórn
    • Svæðisskipulag
    • Sveitarfélög á Austurlandi

Háskólanám á Austurlandi

Fjölmargir stunda háskólanám á Austurlandi og á hverju ári þjónustum við nokkur hundruð nema. Hjá okkur geta þeir fengið námsaðstöðu og við bjóðum upp á ýmis gagnleg námskeið sérsniðin að þörfum þessa hóps.

Háskólanám

Flestir íslenskir háskólar bjóða upp á fjarnám af einhverjum toga. Hjá okkur geta fjarnemar sótt fjölbreytta þjónustu, allt eftir því hvað hentar kennsluaðferðunum og hverjum og einum nemanda. Við rekum námsver þar sem er lesaðstaða, nettenging og fjarfundabúnaður. Við veitum leiðbeiningar varðandi nám, s.s. námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða, bæði til verðandi nemenda og þeirra sem eru í námi. Hjá okkur geta nemendur auk þess tekið próf, óháð því hvaða nám þeir stunda og í hvaða háskóla.

Nánar um háskólanám á Austurlandi

Námsverin okkar

Starfsfólk Austurbrúar veitir fjarnemum þjónustu í  námsverum þar sem er lesaðstaða, hópavinnuaðstaða, nettengingar og hægt að fá ýmsa námsráðgjöf.

Námsver okkar eru hér:

  • Vopnafjörður – Sími: 864-9974 // [email protected] – Kaupvangur, menningarmiðstöð Vopnfirðinga.
  • Egilsstaðir – Sími: 470-3800 // [email protected] – Vonarland, Tjarnarbraut 39e.
  • Neskaupstaður – Sími: 470-3830 // [email protected] – Múlinn, Bakkavegur 5. Opnunartími er kl. 9:00-16:00 og eftir samkomulagi við starfsmenn.
  • Reyðarfjörður – Sími: 470-3820 // [email protected] – Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1. Opnunartími er kl. 8:00-16:00 og skv. samkomulagi við starfsmenn.
  • Djúpivogur – Sími: 470 3870 // [email protected] – Djúpið/Sambúð, Mörk 12. Opnunartími er kl. 8:00-16:00 og skv. samkomulagi við starfsmenn.
Atvinnulíf bókasafn Egilsstaðir

Taktu prófin hjá okkur

Prófaumsýsla er nokkuð stór þáttur í þjónustu okkar við háskólanemendur en fjöldi prófa er tekin á starfsstöðvum Austurbrúar á ári hverju. Auk háskólaprófa eru tekin ýmis konar réttindapróf, íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar og fleira. Próf af einhverju tagi fara fram hjá okkur allan ársins hring og fer umsýsla þeirra eftir ströngum reglum um meðhöndlun prófa.

Nánari upplýsingar veitir:


Jóhann Björn Sigurgeirsson

[email protected]

Ráðgjöf

Austurbrú býður upp á þjónustu bæði í formi einstaklingsráðgjafar og stuttra námskeiða sem fjalla m.a. um leit í rafrænum gagnasöfnum, notkun hugarkorta, OneNote, ritgerðarvinnu, heimildavinnu í Word og námstækni og vinnubrögð.

  • Ráðgjöf um námstækni og aðstoð vegna prófkvíða
  • Aðstoð vegna vandamála í samskiptum við skóla
  • Aðstoð við heimildaleit
  • Almennar leiðbeiningar um uppsetningu ritgerða
  • Hjálp við að finna sérfræðiaðstoð

Öll þess aðstoð stendur nemendum til boða endurgjaldslaust.

Nánari upplýsingar veitir:


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]

Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • Austurbrú framúrskarndi
  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]