Stefna um eflingu byggðar
Byggða- og atvinnuþróun eru lykilþættir í starfsemi Austurbrúar og frá stofnun hefur Austurbrú tekið þátt og stýrt fjölbreyttum verkefnum sem hafa það markmið að efla byggð og auka lífsgæði á Austurlandi. Austurbrú vinnur í nánu samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, sveitarfélög, fyrirtæki, Byggðastofnun, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, ráðuneyti og fjölmarga aðra.
Unnið er samkvæmt Svæðisskipulagi Austurlands til ársins 2044 og Sóknaráætlun Austurlands til ársins 2029 sem hvoru tveggja eru heildstæðar stefnur sem starfsemi Austurbrúar byggir á.
Forsendur starfseminnar
Byggða- og atvinnuþróunarverkefni Austurbrúar eru byggð á samningi við Byggðastofnun. Einnig byggja verkefni Austurbrúar á samningi við Ferðamálastofu og fjármagni úr sóknaráætlun. Þá kemur fjármagn á nær hverju ári í sérverkefni í gegnum styrkumsóknir og/eða frá ráðuneytum. Byggða- og atvinnumál mynda stærsta málaflokk Austurbrúar hvað varðar verkefnabreidd en undir málaflokkinn heyra verkefni er snúa að byggðaþróun, atvinnuþróun, atvinnuráðgjöf, markaðsmálum, Áfangastað Austurlands, Matarauði Austurlands og BRAS – menningarhátíð fyrir börn og ungmenni á Austurlandi. Auk þess eru samningar um sérstök verkefni s.s. Brothættar byggðir og önnur verkefni sem Austurbrú tekur að sér.
Yfirverkefnastjóri byggða- og atvinnuþróunar

Signý Ormarsdóttir
Teymi atvinnuþróunar

Páll Baldursson

Valborg Ösp Árnadóttir Warén

Gabríel Arnarsson

Urður Gunnarsdóttir

Sara Elísabet Svansdóttir
Teymi markaðsmála

Alexandra Tómasdóttir

Lilja Sigríður Jónsdóttir
Aðrir verkefnastjórar byggða- og atvinnuþróunar

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Signý Ormarsdóttir