Þriðji Haustfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fór fram í dag en vegna ástandsins í samfélaginu var hann haldinn í fjarfundi líkt og í fyrra. Fram fóru hefðbundin fundarstörf og menningarverðlaun SSA voru að venju veitt og þau hlaut Guðmundur R. Gíslason.
Til umræðu á þinginu var svæðisskipulag Austurlands en á vegum SSA starfar sérstök nefnd, svæðisskipulagsnefnd SSA, sem vinnur þessa dagana að tillögu um svæðisskipulag sem fer til frekari umræðu eftir áramót. Fulltrúum þingsins var skipt upp í hópa og voru áherslur tillögunnar til umræðu. Einar Már Sigurðarson, formaður SSA, segir að þetta sé gríðarlega mikilvæg vinna:
„Það er sem ber hæst á haustþingi SSA er umræða um svæðisskipulag Austurlands sem við höfum unnið að síðustu misseri og raunar af talsverðum krafti síðustu mánuði,“ segir hann. „Í þessari vinnu erum við að móta sameiginlega framtíðarsýn fyrir landshlutann um það hvernig við viljum að samfélagið okkar þroskist og þróist á næstu tveimur áratugum eða svo. Þetta er gríðarlega mikilvæg vinna því með henni stillum við strengi okkar enn betur saman. Efling sveitarstjórnarstigsins er farsælasta leiðin til að efla landsbyggðina og leiðin til þess er samstaða sveitarstjórnarmanna. Við höfum sannarlega verk að vinna.“
Auk annarra hefðbundinna fundarstarfa voru að venju veitt menningarverðlaun SSA en þetta er í 22. skiptið sem verðlaunin eru veitt af hálfu SSA. Hlaut þau að þessu sinni Guðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður frá Neskaupstað, eins og fram hefur komið.
Nánar um verðlauninFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn