Tveggja daga vinnustofa fagráðs atvinnuráðgjafa fór fram miðvikudaginn 26. nóvember og fimmtudaginn 27. nóvember í Hveragerði. Á vinnustofuna komu fulltrúar atvinnuráðgjafa frá öllum landshlutum, en í fagráðinu sitja tveir fulltrúar frá hverjum landshlutasamtökum ásamt fulltrúum Byggðastofnunar.
Fulltrúar Austurbrúar í fagráðinu eru Páll Baldursson og Signý Ormarsdóttir og sótti Páll vinnustofuna fyrir okkar hönd.
Markmið fagráðsins er að efla samráð, samræma verklag og styrkja atvinnuráðgjöf um land allt þannig að hún nýtist frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum sem best. Þá er lögð áhersla á að nýta þann slagkraft sem myndast í sameiginlegri vinnu líkt og sýndi sig vel í verkefninu Startup-landið í haust, sem stefnt er á að halda áfram með.
Í lok vinnustofunnar heimsóttu þátttakendur Garðyrkjuskólann á Reykjum í Hveragerði, fengu kynningu á starfsemi hans og fóru m.a. og skoðuðu tilraunagróðurhús skólans.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn