Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Stöðvarfirði, Fjarðabyggðar, SSA, Austurbrúar og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.

Íbúaþingið verður verkefnisstjórninni og íbúum veganesti í verkefninu næstu fjögur árin og verða áherslur og þátttaka íbúa þungamiðja vinnunnar. Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma. 

Staður og stund

Grunnskólinn á Stöðvarfirði 

  • laugardagur 5. mars frá kl. 11:00 – 16:00
  • sunnudagur 6. mars frá kl. 11:00 – 15:00

Á meðan á þinginu stendur verður boðið upp á léttar veitingar, þar með talið hádegisverð báða dagana. Kaffihlaðborð verður við lok þingsins á sunnudeginum. 

Fyrirkomulag

Þingið stendur í tvo daga og geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan verða rædd í smærri hópum. 

Aðferðin kallast opið rými (eða open space á ensku). 

Umsjón með íbúaþinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI.

Íbúar og aðrir sem tengjast Stöðvarfirði og bera hag byggðarlagsins fyrir brjósti eru hvattir til að velta fyrir sér umræðuefnum og fjölmenna til íbúaþings.

Að þinginu standa Austurbrú, Fjarðabyggð, SSA og Byggðastofnun.