Dagana 3.–7. mars tók Markaðsstofa Austurlands þátt í ferðasýningunni ITB Berlin, einni stærstu ferðasýningu heims. Alexandra Tómasdóttir var þar fyrir hönd Markaðsstofunnar ásamt fulltrúum frá Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands, Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, atvinnuvegaráðherra Hönnu Katrínu Friðriksson og fjölda íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Á sýningunni fundaði Markaðsstofa Austurlands með ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum, blaðamönnum og ljósmyndurum. Að sögn Alexöndru var jákvæð stemning meðal sýningargesta gagnvart Austurlandi.
„Það er alltaf jafn gaman að finna hversu mikill áhugi er á Austurlandi í samtölum við fólk, en um leið kemur á óvart hversu margir vita enn lítið um svæðið. Við eigum því mikið inni og þurfum að halda áfram að koma Austurlandi á kortið með samstilltu átaki í markaðssetningu. Sérstaklega er mikill áhugi á vetrarparadísinni okkar fyrir austan, og það er gríðarlega mikilvægt að við kynnum áfram allt það sem Austurland hefur upp á að bjóða yfir vetrarmánuðina,“ segir Alexandra.
Mynd efst: F.v. Kristján Bjarki Jónasson, Markaðsstofa höfuðborgarsvæðsins, Stefanía Dröfn Egilssdóttir, viðskiptastjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, Alexandra Tómasdóttir, Markaðsstofa Austurlands, Margrét Wendt, Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins, Halldór Óli Kjartansson, Markaðsstofa Norðurlands.
Alexandra Tómasdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn