Austurbrú auglýsir eftir sérfræðingi á starfsstöðina á Vopnafirði.
Hefur þú brennandi áhuga á fræðslu- og nýsköpunarmálum með áherslu á fjölbreytta atvinnuþróun? Áttu auðvelt með að vinna margskonar verkefni? Ertu fær í samskiptum og átt auðvelt með að aðlagast nýjum verkefnum?
Um starfið
Austurbrú auglýsir eftir sérfræðingi á starfsstöðina á Vopnafirði. Verkefni starfsmanns eru á sviði nýsköpunar- og fræðslumála með áherslu á fjölbreytta atvinnuþróun með sjálfbærni að leiðarljósi. Í starfinu felst mótun, umsjón og framkvæmd verkefna, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskipti við frumkvöðla, fyrirtæki og aðra hagaðila.
Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, lausnamiðaður og skipulagður og á auðvelt með að draga saman upplýsingar og skapa yfirsýn. Ef þú vilt vinna á faglega krefjandi og skemmtilegum vinnustað, þar sem hvatinn er efling samfélagsins, þá er þetta starfið fyrir þig.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í að lágmarki 80% starfshlutfalli.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.
Fyrirspurnir og umsóknir skal senda Tinnu Halldórsdóttur, yfirverkefnastjóra innri mála ([email protected]).
Umsóknum skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023.
Ábyrgðarsvið
Kröfur
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn