Vegna áforma ISAVIA um að taka upp bílastæðagjöld við flugvellina á Egilsstöðum, Akureyri og í Reykjavík var eftirfarandi ályktun samþykkt af stjórn SSA á fundi þann 19. janúar:
„SSA lýsir yfir óánægju með þau áform Isavia að innleiða gjaldtöku á bílastæðum við flugstöðvarnar á Egilsstöðum og Akureyri. Þótt gjaldtökunni hafi verið frestað fer SSA fram á að hætt verði alfarið við áformin. Bent hefur verið á að draga megi lögmæti aðgerðarinnar í efa þar sem hún mismunar fólki eftir búsetu og um er að ræða auknar álögur á íbúa landsbyggðarinnar sem ekki komast hjá því að nýta kostnaðarsamt innanlandsflug til að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. SSA tekur undir þær bókanir sem þegar hafa verið gerðar hjá sveitarfélögum á Austurlandi vegna málsins.“
Bókunina má lesa í fullri lengd í fundargerð stjórnar SSA.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn