Austurbrú á byggðarannsóknaráðstefnu í Lapplandi
Austurbrú hefur reglulega tekið þátt í ráðstefnu um dreifðar byggðir á Norðurlöndunum sem kallast Nordic ruralities. Á fyrri ráðstefnum hefur Austurbrú verið með tvö til fjögur erindi til að kynna eigin rannsóknir og verkefni en í ár mættum við til að heyra það sem aðrir hafa verið að fást við í þeim tilgangi að fá hugmyndir og kanna möguleg samstarf.
NánarUpphaf farsællar vegferðar
„Við hefðum ekki getað verið heppnari með samsetningu á hópi. Þetta voru einstaklingar sem þekktust lítið sem ekkert í upphafi en náðu einstaklega vel saman. Þarna myndaðist mikil vinátta og traust. Þær stóðu sig allar virkilega vel. Við vorum einnig mjög heppnar með kennara en við fengum Þórdísi Kristvinsdóttur í lið með okkur og leysti hún þetta verkefni vel af hendi. Hún hélt vel utan um hópinn og var oft glatt á hjalla. Einnig áttum við mjög gott samstarf með Kristínu Rut Eyjólfsdóttur hjá Vinnumálastofnun,“ segir Úrsúla Manda Ármannsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en á þriðjudaginn var útskrifað úr námsleiðinni „Færni á vinnumarkaði“ þar sem nemendur og aðrir gestir glöddust saman yfir góðum árangri.
NánarLærðu íslensku
Við kennum íslensku á fjórum stöðum á Austurlandi nú í haust og í fjarkennslu.
🇬🇧 Register for an Icelandic language course available in four towns in East Iceland and online this fall.
NánarFréttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin af starfinu.
Allar fréttirNámskeið
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið