Taktu prófin hjá okkur!
Prófaumsýsla er nokkuð stór þáttur í þjónustu Austurbrúar við háskólanemendur en fjöldi prófa er tekin á starfsstöðvum okkar á ári hverju. Auk háskólaprófa eru tekin ýmis konar réttindapróf, íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar og fleira. Próf af einhverju tagi fara fram hjá okkur allan ársins hring og fer umsýsla þeirra eftir ströngum reglum um meðhöndlun prófa. Beiðnir vegna prófaþjónustu á að senda á netfangið: [email protected] eða hafa samband við umsjónaraðila hennar.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Ásgeirsdóttir
Viðurkenningar á haustfundi ferðaþjónustunnar
Fimmtudaginn 20. nóvember stóð Austurbrú fyrir árlegum haustfundi ferðaþjónustunnar. Hann var haldinn í Frystiklefanum hjá Blábjörg Resort á Borgarfirði eystra. Fundurinn var vel sóttur en nærri 50 manns úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og tengdum greinum sóttu hann. Á fundinum voru veitt tvö heiðursverðlaun fyrir framlag til ferðaþjónustu á Austurlandi.
NánarLærðu íslensku
Við kennum íslensku á fjórum stöðum á Austurlandi nú í haust og í fjarkennslu.
🇬🇧 Register for an Icelandic language course available in four towns in East Iceland and online this fall.
NánarFréttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin af starfinu.
Allar fréttirNámskeið
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Öll námskeið