Hvað er handverk? Hvað er föndur? Hvað er listhandverk? Hvað er hönnun? Hvernig metum við gæðahandverk og hvernig verður góð söluvara til? Komdu á málstofu á Vopnafirði sem fjallar um stöðu handverks á svæðinu og möguleika til að þróa söluvæna gæðavöru úr héraði.
Hvað er handverk? Hvað er föndur? Hvað er listhandverk? Hvað er hönnun? Hvernig metum við gæðahandverk og hvernig verður góð söluvara til? Komdu á málstofu á Vopnafirði sem fjallar um stöðu handverks á svæðinu og möguleika til að þróa söluvæna gæðavöru úr héraði.
Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar – http://www.handverkoghonnun.is – og Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, munu leiða málstofu um gæði listhandverks, hönnunarferli og framsetningu vöru á Vopnafirði og nágrenni. Báðar búa þær yfir mikilli reynslu af uppbyggingu handverks- og listasköpunar á landsbyggðinni.
Markmið málstofunnar eru:
Staður og stund:
Málstofan Þróun Íshafshandverks verður haldin 6. október, kl. 19.30 til 22.00, í Menntasetrinu á Þórshöfn.
Málstofan Þróun Íshafshandverks verður haldin 7. október, kl. 19.30 til 22.00, í Kaupvangi á Vopnafirði.
Allir velkomnir sem áhuga hafa á handverki – þátttaka er ókeypis
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn