Austurbrú
  • Þekking
    • Námskeið
    • Námsleiðir
    • Háskólanám á Austurlandi
    • Rannsóknir
    • Námsráðgjöf og raunfærnimat
    • Fyrirtækjafræðsla
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
  • Þróun
    • Atvinnu- og samfélagsþróun
    • Hringrásarhagkerfið
    • Markaðssetning
    • Uppbygging á Seyðisfirði (IS/EN)
    • Menning
    • Áfangastaðurinn Austurland
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands
  • Þjónusta
    • Atvinnuþróun og ráðgjöf
    • Fjármögnun og styrkir
    • Háskólanemar
    • Námsráðgjöf og raunfærnimat
    • Samstarfssamningar
  • Austurbrú
    • Um Austurbrú
    • Ársrit 2021
    • Fundargerðir og gögn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Gagnasafn
    • Starfsfólk
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • Senda ábendingu
    • English: About Austurbrú
  • SSA
    • Um SSA
    • Ársrit 2021
    • Fundargerðir og gögn
    • Menningarverðlaun SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Starfsfólk og stjórn
    • Svæðisskipulag
    • Sveitarfélög á Austurlandi

Atvinnu- og samfélagsþróun

Austurbrú vinnur að fjölmörgum nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Markmið þeirra er að fjölga tækifærum til uppbyggingar í atvinnu- og byggðaþróun á Austurlandi í þeim tilgangi að gera landshlutann ákjósanlegan stað til að búa í, heimsækja og fjárfesta.

 

 

Fjölbreytt verkefnaflóra

Markmið þróunarverkefna Austurbrúar er skapa tækifæri til uppbyggingar á Austurlandi og vinna eftir stefnumótun landshlutans. Verkefnin eru ólík innbyrðis að umfangi og innihaldi og viðfangsefnin eru á sviði rannsókna, atvinnuþróunar, markaðssetningar, menningar, nýsköpunar og sí- og endurmenntunar. Verkefnin hér að neðan eru einungis nokkur af þeim fjölbreyttu og fjömörgu verkefnum sem við sinnum.

 

 

Mjóeyri. Mynd: Jessica Auer.

Efling dreifbýlis

Í byrjun árs 2023 hófst verkefnið Vatnaskil hjá Austurbrú. Verkefnið fékk styrk úr byggðaáætlun og er tilgangur þess að efla nýsköpun og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi í dreifbýli á Austurlandi. Sérstök áhersla er lögð á að skapa tækifæri fyrir ungt fólk.

Nánar
Landbúnaður atvinnulíf

Hringrásarhagkerfið

Vorið 2022 sótti Austurbrú um styrk í Loftslagssjóð, í samstarfi við sveitarfélögin á Austurlandi, til að framleiða þrjú kynningarmyndbönd með það að markmiði að hvetja samfélagið og einstaklinga á Austurlandi til að vinna að því saman að auka vitund um loftslagsbreytingar, líta í eigin barm og taka upp loftslagsvænan lífsstíl. Styrkur fékkst til að vinna myndböndin og var gengið til samninga við listafólkið Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler um gerð kynningarmyndbandanna. Þau voru tekin upp sumarið 2022 og sett á vef Austurbrúar í byrjun árs 2023. Þeim hefur verið dreift í alla skóla á Austurlandi, til opinberra stofnana, sveitarfélaga, annarra landshlutasamtaka og sem víðast og vonir standa til að þau fái gott áhorf og verði okkur öllum hvatning til að gera betur í þessum málum.

Nánar

Brothættar byggðir

Markmiðið Brothættra byggða er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og sveitum landsins. Verkefnið er unnið með því að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Verkefnið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Byggðastofnunar og viðkomandi sveitarfélags. Eitt bæjarfélag á Austurlandi, Stöðvarfjörður, er nú þátttakandi í verkefninu.

Nánar
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður er þátttakandi í verkefninu Brothættum byggðum.

Uppbygging á Seyðisfirði

Atvinnulífið á Seyðisfirði stendur frammi fyrir fordæmalausum og fjölþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember 2020. Greining sveitarfélagsins Múlaþings og Austurbrúar á stöðunni hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja þétt við heimamenn. Stjórnvöld og Múlaþing hafa sett af stað þriggja ára verkefni til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði. Austurbrú fer með verkefnisstjórn.

Nánar

Matarauður Austurlands

Verkefnið Matarauður Austurlands er unnið í nánu samstarfi við Matarauð Íslands og Hið íslenska eldhús, en þau verkefni eru á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Markmið Matarauðs Austurlands er að marka sérstöðu austfirskra framleiðenda og veitingaaðila, styrkja við ferðaþjónustu á Austurlandi, vinna með staðbundin hráefni þar sem áhersla er lögð á hreinleika, ferskleika og einfaldleika. Einnig verður unnið með árstíðabundin hráefni, hollustu og virðingu fyrir hráefninu.

Nánar
MatAttack

Háskólaútibú á Austurlandi

Austurbrú hýsir undirbúningsverkefni um stofnun háskólaútibús á Austurlandi. Stýrihópur yfir verkefninu er skipaður fulltrúum sveitarfélaga, fyrirtækja og framhaldsskóla á Austurlandi og Háskólans á Akureyri. Haustið 2020 var undirritaður samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Austurbrúar um kennslu á háskólastigi á Austurlandi. Fyrsta skrefið í þá veru var tekið haustið 2021 þegar kennsla í Háskólagrunni HR hófst á Reyðarfirði. Á næsta ári, 2022, er stefnt að því að hefja kennslu á Austurlandi í hagnýtri iðnaðartæknifræði til B.Sc. gráðu.

Nánar
Háskólagrunnur HR Fróðleiksmolinn nám kennsla
Frá kennslu í háskólagrunni HR sumarið 2021.

Úthérað

Verkefnið Úthérað: Ein sveit – okkar sveit er byggðaverkefni sem hófst árið 2022. Markmið verkefnisins var að fjalla um og ræða tækifæri og búsetugæði á svæðinu en það mynda fjórar sveitir: Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá, Hróarstunga og Jökulsárhlíð.

Nánar

Áfangastaðurinn Austurland

Markmið verkefnisins er að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands, gera áætlun til lengri tíma með áherslu á sjálfbæran og arðbæran vöxt ferðaþjónustu og skapandi greina. Áherslan er einnig á svæðisskipulag, sem og velferð sveitarfélaganna og íbúa þeirra. Undanfarið hefur verið unnið sérstaklega með eflingu matarmenningar, þróunar ferðaleiða, vinnu með áfangastaði innan Austurlands sem og almenna ásýnd áfangastaðarins.

Nánar
Austurland logo

Efling Egilsstaðaflugvallar

Verkefnið snýst um að opna aðra gátt fyrir millilandaflug inn í landið á Egilsstaðaflugvelli. Markmiðin eru þau að vinna að áframhaldandi greiningar- og undirbúningsvinnu, mynda tengslanet við ferða- og flugrekstraraðila – innlenda sem og erlenda, markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og efla samstarf við áhugasama ferða- og flugrekstraraðila. Verkefnið hefur verið eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar Austurlands.

Nánar

Innviðagreiningar

Austurbrú hefur á síðustu árum unnið innviðagreiningar fyrir tvö stærstu sveitarfélögin á Austurlandi. Markmiðið með þeirri vinnu er að gefa greinargóða mynd af því sem sveitarfélögin hafa upp á bjóða, í dag og til framíðar, með því að taka saman upplýsingar sem gagnast geta bæði núverandi og framtíðar íbúum, fyrirtækjum og stofnunum sem leita staðsetningar til framtíðaruppbyggingar og þróunar.

Nánar

Ársrit Austurbrúar

Í ársriti Austurbrúar má finna upplýsingar um þau verkefni stofnunarinnar sem efst eru á baugi hverju sinni. Í því er jafnframt getið um þá þjónustu sem við sinnum en öll okkar starfsemi miðar að því að ýta undir þróun samfélagsins, atvinnulífsins, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs í landshlutanum.

Ársrit 2020
Skógur ársrit 2020 forsíða
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • Austurbrú framúrskarndi
  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]