Viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum. Ákvörðun um verðaunahafa er tekin af stjórn SSA að fengnum tilnefningum. Verðlaunin eru afhent á aðalfundi sambandsins.
Verðlaunin eru í formi heiðursskjals, sem formaður stjórnar SSA undirritar. Verðlaununum fylgir einnig peningaupphæð sem stjórn SSA ákveður hverju sinni.
Menningarverðlaun SSA 2024
Samband sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA 2024.
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstakt menningarafrek sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr. og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA. Tilnefningu skal fylgja stutt greinargerð um viðkomandi einstakling, stofnun eða félagasamtök þar sem tilnefningin er rökstudd. Tilnefningar án rökstuðnings eru ekki teknar
gildar. Allir hafa rétt á að senda inn tilnefningar.
Tilnefningar skulu sendar fyrir 1. september á netfangið [email protected]
Auglýst eftir tilnefningum árlega
Veita má fleiri en ein verðlaun hverju sinni, telji stjórn SSA að fleiri en einn aðili hafi skarað fram úr og þannig verðskuldað verðlaunin það ár. Stjórnin ákveður þá hvort um tvenn eða fleiri aðalverðlaun er að ræða eða ein aðalverðlaun og ein eða fleiri aukaverðlaun. Á sama hátt má fella niður verðlaunaveitingu komist stjórnin að þeirri niðurstöðu að enginn aðili hafi unnið til þeirra. Stjórn SSA auglýsir eftir tilnefningum til menningarverðlauna ár hvert. Einstaklingar, félög og stofnanir skrásett á Austurlandi eiga rétt á að senda inn tilnefningar en stjórnin er ekki bundin af þeim í ákvörðun sinni um val á verðlaunahöfum.
Veitt menningarverðlaun:
2023 Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
2022 Guðmundur Sveinsson
2021 Guðmundur R. Gíslason
2020 Aðalheiður Borgþórsdóttir
2019 Gunnarsstofnun
2018 Breiðdalssetur
2017 Torvald Gjerde Fljótsdalshéraði
2016 Smári Geirsson, Fjarðabyggð
2015 Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
2014 Franski spítalinn, Fáskrúðsfirði
2013 Þjóðleikur, Egilsstöðum
2012 Eistnaflug, Neskaupstað
2011 Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Vopnafirði
2010 Helgi Hallgrímsson líffræðingur
2009 Hammondhátíð á Djúpavogi
2008 Bræðslan Borgarfirði eystra
2007 Ágúst Ármann Þorláksson tónlistaskólastjóri
2006 Guðjón Sveinsson rithöfundur
2005 Lára Vilbergsdóttir/Hús Handanna
2004 L.UNG.A (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi)
2003 Djasshátíð Egilsstaða, Árni Ísleifsson
2002 Brján (Blús, rokk og jassklúbbur) Nesi
2001 Jöklasýning Höfn
2000 Bláa kirkjan
1999 Óperustúdio Austurlands