Á Austurlandi búa ríflega ellefu þúsund manns í fjórum sveitarfélögum. Hér eru rekin öflug og alþjóðlega samkeppnishæf framleiðslufyrirtæki sem veita stórum hluta Austfirðinga atvinnu. Greinargerð þessi varpar ljósi á efnahagsumsvif landshlutans, m.a. með því að kanna hlutdeild Austurlands í framleiðslu og útflutningi á Íslandi.

Samantekt

Austurland leggur mikið til þjóðarbúsins með tæpan fjórðung af verðmæti vöruútflutnings þrátt fyrir að þar búi innan við 3% landsmanna. Hver Austfirðingur framleiðir tífalt að meðaltali á við aðra á landinu. Sé litið til fjölda ríkisstarfa í landshlutanum virðast umsvif ríkisins tiltölulega lítil en sú fullyrðing og umfjöllun þarfnast þó mun dýpri greiningar. Það sem stendur upp úr er að tækifæri eru í landshlutanum, t.a.m. í ferðaþjónustu og áform eru um aukin umsvif í fiskeldi.

Þessi aukning kann að auka framleiðslu á Austurlandi og gjaldeyristekjur. Vaxandi umsvif á Austurlandi kalla á meira vinnuafl og auka kröfur um innviði og samgöngur. Austfirðingar hafa vakið athygli á fleiri tækifærum og nefnt að aðgengi fyrir stórar þotur á Egilsstaðaflugvelli, sem þegar fljúga yfir svæðið frá ýmsum heimshornum, geti opnað fyrir ýmsa möguleika, t.d. aukið útflutningsverðmæti í sjávarútvegi.

Prentvæn útgáfa

Þessar upplýsingar um efnahagsumsvif Austurlands, auk skýring á forsendum og aðferðum útreikningana, má nálgast í prentvænni útgáfu (PDF-skjali) hér:

Sækja PDF-skjal

Verkefnisstjórn


Jón Knútur Ásmundsson

895 9982 // [email protected]