5,3 milljónum króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var úthlutað 4. maí til 14 samfélagseflandi verkefna í Breiðdalshreppi. Þetta er þriðja úthlutunin en alls bárust 16 umsóknir.

Áætlaður heildarkostnaður verkefna er um 40 m.kr. en sótt var um styrki fyrir 11,7 m.kr. Jöfn kynjahlutföll voru á milli styrkþega þar sem 7 konur og 7 karlar hlutu styrki. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Heildarlisti yfir styrkþega árið 2017 er að finna hér að neðan.


















Nafn umsækjanda

Heiti umsóknar

Styrkupphæð

Sigríður Stephensen Pálsdóttir

Þvottaveldið

900.000   

Karítas Ósk Valgeirsdóttir

Hárstyrtistofa

700.000   

Útgerðarfélagið Einbúi ehf

Vöruþróun

700.000   

Breiðdalsbiti ehf

Markaðssetning og þróun vara Breiðdalsbita

600.000   

Hið Austfirzka Bruggfjélag ehf

Beljandi Brugghús starfsleyfisumsóknir

450.000   

Bifreiðaverkstæði Sigursveins ehf

Vakinn gæðavottun í ferðaþjónustu

400.000   

Breiðdalshreppur

Viðburðastjórn menningardags Breiðdælinga 2017

300.000   

Halldór Jónsson

Breiðdalsgáttin

250.000   

Kvennfélagið Hlíf

Rock the Boat

200.000   

Þorgils H. Gíslason/Hrafnkell Freysgoði

Frisbígolf – völlur

200.000   

Arnaldur Sigurðsson

Ullargull

200.000   

Breiðdalssetur

Ný heimasíða fyrir Breiðdalssetur

150.000   

Breiðdalssetur

Walker mapping award

150.000   

Arnar Sigurvinsson

Landbúnaðartengt Hostel í Breiðdal

100.000   

Markmiðið með verkefninu Brothættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra.

Samtal við íbúa Breiðdalshrepps á vegum verkefnisins Brothættra byggða hófst með íbúaþingi í nóvember 2013 og hlaut heitið „Breiðdælingar móta framtíðina“. Alls voru 15 málaflokkar til umræðu á þinginu. Atvinnumál skoruðu hæst í stigagjöf íbúa varðandi málaflokka. Þar var m.a. rætt um fjölgun atvinnutækifæra út frá sérstöðu svæðisins. Einnig var rætt um ferðaþjónustu, um nýtingu frystihússins, opnun slipps, matvælaframleiðslu, um Einarsstofu og eflingu Breiðdalsseturs, svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Nánari upplýsingar veitir Hákon Hansson ([email protected]), oddviti Breiðdalshrepps í síma 862-4348.