Tækifæri til uppbyggingar

„Þessi fjöldi umsókna sýnir þrautseigju og sköpunarkraft samfélagsins á Seyðisfirði og felur í sér fjölda tækifæra til uppbyggingar“ – Gauti Jóhannesson, formaður verkefnisstjórnar Seyðisfjarðarverkefnisins.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni sem miða að endurreisn og stuðningi við atvinnulíf og til að styrkja nýsköpunar- og þróunarverkefni í byggðalaginu.

„Þessi fjöldi umsókna sýnir þrautseigju og sköpunarkraft samfélagsins á Seyðisfirði og felur í sér fjölda tækifæra til uppbyggingar,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður verkefnisstjórnar Seyðisfjarðarverkefnisins.

Alls sóttu 27 fyrirtæki, einstaklingar og aðrir um stuðning við 34 fjölbreytt verkefni en 55 milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni úr verkefninu.  Fagráð Hvatasjóðsins fer nú yfir umsóknirnar og er gert ráð fyrir að úthlutað verði úr honum um miðjan maí.

Frekari upplýsingar um verkefnið fást hér.

Nánari upplýsingar

Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir

864 9974 // [email protected]