Menningarráð Austurlands hefur úthlutað 73 menningarstyrkjum samkvæmt menningarsamningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust á annað hundrað umsókna og heildarupphæð úthlutunar nemur ríflega 40 milljónum króna. Menningarsvið Austurbrúar hefur umsjón með framkvæmd menningarsamnings og úthlutun.
Úthlutun menningarstyrkja dróst nokkuð í ár þar sem töf varð á því að ríkið gengi frá menningarsamningi við sveitarfélögin. Fjöldi umsókna ber öflugu menningarlífi Austurlands verðugt vitni en alls bárust 111 umsóknir í annars vegar verkefnastyrki og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki. Í umsóknunum mátti greinilega merkja áherslur á t.a.m. samstarf og nýja nálgun við tónlist, leiklist og dans.
Heildarkostnaður við verkefni sem sem sendu inn umsóknir í menningarstyrki var 563.376.668 krónur. Sótt var um 97.817.581 kr. en alls var úthlutað 40.650.000 kr. Listi yfir verkefni sem hlutu hæstu verkefnastyrki fylgir hér að neðan.
Í nýrri úttekt á menningarsamningum landshluta á árunum 2011-2013 sem unnin var af Capacent fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, reyndist menningarsamstarf á Austurlandi skila bestum árangri. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur m.a. fram að Austurland hafi starfað á grundvelli menningarsamnings frá árinu 2001 og hafi á margan hátt verið frumkvöðull á þessu sviði. Fjórðungurinn hefur tekið virkan þátt í umræðum um þróun og yfirfærslu þekkingar á milli svæða. Heildareinkunn svæðisins er 93% og svæðið hefur því náð góðum tökum á öllum matsþáttum, sérstaklega þegar litið er til nýsköpunar og fjölbreytni, stuðningi við ferðaþjónustu og á sviði samstarfs í menningarmálum.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn