Úthlutun menningarstyrkja dróst nokkuð í ár þar sem töf varð á því að ríkið gengi frá menningarsamningi við sveitarfélögin. Fjöldi umsókna ber öflugu menningarlífi Austurlands verðugt vitni en alls bárust 111 umsóknir í annars vegar verkefnastyrki og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki. Í umsóknunum mátti greinilega merkja áherslur á t.a.m. samstarf og nýja nálgun við tónlist, leiklist og dans.

Heildarkostnaður við verkefni sem sem sendu inn umsóknir í menningarstyrki var 563.376.668 krónur. Sótt var um 97.817.581 kr. en alls var úthlutað 40.650.000 kr. Listi yfir verkefni sem hlutu hæstu verkefnastyrki fylgir hér að neðan.

Í nýrri úttekt á menningarsamningum landshluta á árunum 2011-2013 sem unnin var af Capacent fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, reyndist menningarsamstarf á Austurlandi skila bestum árangri. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur m.a. fram að Austurland hafi starfað á grundvelli menningarsamnings frá árinu 2001 og hafi á margan hátt verið frumkvöðull á þessu sviði. Fjórðungurinn hefur tekið virkan þátt í umræðum um þróun og yfirfærslu þekkingar á milli svæða. Heildareinkunn svæðisins er 93% og svæðið hefur því náð góðum tökum á öllum matsþáttum, sérstaklega þegar litið er til nýsköpunar og fjölbreytni, stuðningi við ferðaþjónustu og á sviði samstarfs í menningarmálum.

Eftirtalin verkefni hlutu hæstu verkefnastyrki árið 2014

  • Lunga – Listahátíð ungs fólks, Austurlandi 1.500.000
  • Sumarsýning 2014 í Skaftfelli, Miðstöð myndlistar á Austurlandi 900.000
  • Þjóðleikur á vegum Sviðslistamiðstöðvar á Austurlandi 800.000
  • Chinese European Art Centre með sýninguna Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur 800.000
  • Óma Íslandslög 4, samstarf Kórs Fjarðabyggðar og ýmissa tónlistarmanna 800.000
  • Jólaóratóría Bachs á Austurlandi flutt af Kammerkór Egilsstaðakirkju 800.000
  • Wilderness dance/Dans í óbyggðum, erlent samstarfsverkefni 700.000
  • 700IS Hreindýraland, Ljóð á skjá – skjá ljóð 700.000
  • Nútímatónlistarhátíð á Austurlandi undir stjórn Suncanu Slamning 700.000
  • Pólar, matar- og fjöllistahátíð á Stöðvarfirði 700.000
  • Smiðjuhátíð 2014 á vegum Tækniminjasafns Austurlands 700.000
  • Leikverkið Steina-Petra, Brogan Davison og Pétur Ármanns 600.000
  • Hljómsveitanámskeið fyrir ungt fólk, unnið af BRJÁN og fleirum 500.000
  • Tónlistarsumarbúðir á Eiðum 500.000
  • Gospelnámskeið á vegum Tónlistarmiðstöðvarinnar á Austurlandi 500.000
  • Rímur og rokk til Vesterålen 500.000
  • Dansnámskeið á vegum Dansstúdíós Emelíu 500.000
  • Eistnaflug 2014 500.000
  • Bræðslan 2014 500.000
  • Jólafriður – jólatónleikar, samstarf tónlistarmanna og kóra á Austurlandi 500.000
  • Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi 500.000
  • Tónlistarskemmtum með dægurlagadraumum flutt af ungu tónlistarfóki 500.000 
  • Hammondhátíð Djúpavogs 500.000
  • Árleg hönnunarsýning, SAM-félagið 500.000

Verkefnastyrkir 2014

Stofn- og rekstrarstyrkir 2014