Alls bárust 89 umsóknir upp á 148 milljónir og úthlutað var rúmlega 55 milljónum. Verkefnaumsóknir á sviði atvinnu og nýsköpunar voru 28 en 55 umsóknir um styrki til menningarverkefna bárust og 6 umsóknir lögaðila á sviði menningar um stofn- og rekstrarstyrki. 18 milljónir fóru í 13 atvinnu og nýsköpunarverkefni, 28,6 milljónir til 31 verkefnis í menningu og 8,9 milljónir voru settar í 5 stofn- og rekstrarstyrki.
Úthlutunarathöfnin fór fram í dag í fjarfundi líkt og í fyrra. Nokkrir styrkþegar ársins 2022 héldu stutta tölu, sýnd var stuttmyndin WHY QUIT eftir pólsku listakonurnar Karolina Balcer og Iwona Ogrodzka, frumflutt var myndband um hringrásarhagkerfið sem Austurbrú lét nýverið gera með styrki frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og ávörp fluttu Einar Már Sigurðarson, formaður SSA og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður úthlutunarstjórnar Uppbyggingarsjóðs Austurlands.
Í ávarpi sínu sagði Ásta Kristín m.a.: „Við yfirlestur á umsóknum í Uppbyggingasjóð Austurlands þetta árið er nokkuð ljóst að um er að ræða grósku og skapandi hugmyndir þegar kemur að menningu, listum og nýsköpun í atvinnulífinu. Sum verkefnin eru klárlega kunnugleg og búin að ná góðri fótfestu í samfélaginu, önnur eru ný og gefa fyrirheit um að sköpunargleði og trú fólks á að byggja upp atvinnurekstur og eða menningaviðburði á Austurlandi er sannarlega til staðar.“ Hún sagði það jafnframt hafa vakið athygli fagráða, úthlutunarstjórnar og starfsmanna Austurbrúar að styrkhæfum umsóknum sem miða að nýsköpun í atvinnulfinu hefði fækkað töluvert milli ára og er mikilvægt að greina hvaða ástæður lægju þar að baki.
Til úthlutunar voru 55,5 milljónir. 18 milljónir fóru í 13 atvinnu og nýsköpunarverkefni, 28,6 milljónir til 31 verkefnis í menningu og 8,9 milljónir voru settar í 5 stofn- og rekstrarstyrki. Líkt og fram kom hér fyrir ofan voru nokkuð færri umsóknir í ár en oft áður í atvinnu- og nýsköpunarverkefni en svipaðar fjöldi umsókna barst í menningarverkefni. Heildarkostnaður verkefnanna sem sótt var um taldi 440 milljónir og áætlaði 35 ársverk.
Hæstu styrkina hlutu m.a. Fellabakstur fyrir verkefni sem snýr að þróun og framleiðslu á pasta úr lífrænu korni, listahátíðin List í ljósi, Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands fyrir sýningarhald á næsta ári, LungA – listahátíð ungs fólks, Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði til frekari uppbyggingar á aðstöðu, Tilraunaeldhús Hallormsstaðaskóla í markaðs- og kynningarstarf og ferðaþjónustan Mjóeyri til áframhaldandi þróunar á Austurland Freeride Festival.
Sjá lista yfir styrkhafa 2022Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn