Selfljót

Austurbrú 10 ára

Austurbrú var stofnuð 8. maí 2012 og í tilefni af afmælinu ætlum við að taka forskot á sæluna og efna til hátíðardagskrár föstudaginn 29. apríl frá 13 til 15 í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Föstudaginn 29. apríl frá kl. 13 til 15 ætlum við að eiga notalega stund saman, rýna í framtíðina á Austurlandi með góðu fólki.

Fram koma:

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  • Ragga Nagli – sálfræðingur og einkaþjálfari.
  • Stefán Bogi Sveinsson – skáld og sveitarstjórnarfulltrúi.
  • Páll Líndal – umhverfissálfræðingur.
  • Auður Vala Gunnarsdóttir – athafnaskáld og ferðamálafrömuður.

Þá mun tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson flytja nokkur vel valin lög eftir Leonard Cohen.

Þið eruð öll velkomin!

Hlökkum til að sjá ykkur.