Tilgangur námsins er að aðstoða nemendur að byggja upp eigið fyrirtæki, læra að gera tilboð, þjálfun í að semja við hugsanlega viðskiptavini og að markaðsetja þjónustu sína á netinu.

Viðfangsefni: 

  • Að stofna fyrirtæki
  • Samningatækni
  • Tilboðsgerð
  • Markaðssetningu á netinu
  • Fleira sem kemur að góðum notum í sjálfstæðum rekstri

Námsgreinar:

  • Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
  • Markaðssetning á netinu
  • Samningatækni

 

Námsmat: Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu, mæting í kennslustundir og mætingaskyldu í staðlotur.

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram á netinu og í staðlotum á Reyðarfirði/Egilsstöðum.

Staðlotur:
22.-23. febrúar kl. 10:00-16:00
22. mars kl. 11:30-15:30

Netkennsla er eftirtalda miðvikudaga frá kl. 17-20
26. febrúar – Frumkvöðlafræði
5. mars – Frumkvöðlafræði
12.mars – Frumkvöðlafræði
19.mars – Markaðsfræði
26. mars – Markaðsfræði
2. apríl – Markaðsfræði
9. apríl – Markaðsfræði
29. apríl – Samningatækni
7. maí – Samningatækni
14. maí – Samningatækni
21. maí – Samningatækni

Aðeins verður farið af stað með námsleiðina ef lágmarksfjölda þátttakenda næst.

Verð: 22.000 kr.
Þátttakendum er bent á að sækja um styrk vegna námskeiðsgjalds til sinna stéttarfélaga.

Síðasti skráningardagur er 13. febrúar 2025

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]