Starfslokanámskeið

Námskeiðið er ætlað fólki sem vill undirbúa starfslok og vinna að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Hugað er að ýmsum mikilvægum þáttum er snerta fjárhag, félagslíf og andlega heilsu. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um eftirlaun, séreign og ýmsa valkosti hjá lífeyrissjóðnum, réttindi til ellilífeyris, umsóknaferlið og heilsu og vellíðan. Áhersla er lögð á mikilvæg skref við undirbúning starfsloka.

Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér þessa hluti tímanlega.

Staðsetning: Salurinn í skrifstofuhúsnæði Síldarvinnslunnar
Tímasetning: 2. apríl kl. 13:00-16:00

Athugið að námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Síldarvinnslunnar. 

Dagskrá námskeiðs:

Fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins fjallar um réttindi til ellilífeyris, umsóknaferlið og fleira er varðar lífeyrisréttindi.
Hrönn Grímsdóttir, lýðheilsufræðingur, fjallar um heilsu, virkni og vellíðan eftir starfslok.
Svala Skúladóttir hjá Stapa lífeyrissjóði, fjallar um eftirlaun, séreign og ýmsa valkosti hjá lífeyrissjóðnum.

Frekar upplýsingar
Austurbrú: Úrsúla Manda Ármannsdóttir, verkefnastjóri // [email protected]
SVN: Hákon Ernuson, starfsmannastjóri // [email protected]

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið