Hagnýting gervigreindar í iðnaði

Námskeiðslýsing: Á þessu hagnýta námskeiði færð þú innsýn í hvernig ChatGPT getur orðið þinn öflugasti aðstoðarmaður – hvort sem þú ert fagmaður á vettvangi,stjórnandi eða frumkvöðull. 

Á námskeiðinu lærir þú að:

  • Skilja hvernig gervigreind virkar og hvernig þú nýtir hana best. 
  • Nota ChatGPT til að leysa raunveruleg verkefni á skilvirkan hátt. 
  • Forðast algeng mistök og setja réttar væntingar. 
  • Upplifa möguleika ChatGPT í texta-, mynda- og talvinnslu. 

Skipulag námskeiðs: Námskeiðið er kennt sem heill dagur 

  • Grunnur – Fyrst er fjallað um ChatGPT notkunarmöguleika þess og lykilatriði í samskiptum við gervigreind. 
  • Hagnýting – Næst er farið á dýpið og könnuð sérhæfð verkfæri og unnin raunhæf verkefni fyrir þinn starfsvettvang. 

Hagnýtar upplýsingar 

  • Þátttakendur þurfa að hafa snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu með greidda áskrift að ChatGPT 
  • Námskeiðið er kennt er á íslensku. 
  • Námskeiðið er leitt af sérfræðingum Javelin AI, sem hafa sérhæft sig í gervigreindarþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir. 

Tímasetning: kl. 8:30-15:30 14. maí 

Fyrirlestur: kl. 15:30-16:00 13. maí.

– Ýmsar lausnir og framfarir í gervigreind
Fjallað er stuttlega um ýmis önnur tól sem nota tungumálalíkön (t.d. perplexity, claude og þess háttar) og myndlíkön (eins og midjourney, generative fill frá Adobe, Sora, o.s.fv.). Einnig er fjallað um það hversu hröð þróunin á gervigreind hefur verið undanfarin ár, með áhugaverðum sýnidæmum. Rætt er um lausnir sem eru framundan í gervigreind og hvernig þróunin er líkleg til að halda áfram að mati sérfræðinga. Erindið á að opna augu fólks fyrir öðrum lausnum og hraða þróunar í gervigreind til að undirstrika fjölbreytt tól, tækifæri og þær miklu breytingar sem eru framundan. 

Staðsetning: Múlinn samvinnuhús í Neskaupstað.
Kennari: Kristján Gíslason, iðnaðarverkfræðingur
Síðasti skráningardagur: 7. maí

Nánari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]