Móttaka gesta er rafrænt námskeið fyrir sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi t.d. á gisti- og veitingastöðum, sundlaugum, verslunum og sjoppum. Það hentar nýliðum sérstaklega vel en getur líka eflt reyndara starfsfólk í starfi.

Í námskeiðinu er fjallað um hugtakið gestrisni og fagmennsku í móttöku gesta. Lögð er áhersla á að námsefnið sé hagnýtt og að það komi strax að notum fyrir starfsmanninn. Efninu er miðlað í gegnum sérhannaðan hugbúnað með texta, myndum og stuttum myndskeiðum. Námsefnið er brotið upp með reynslusögum austfirskra gestgjafa og nemandi þarf að þreyta próf í lok hvers kafla. Það tekur nemandann um klukkustund að ljúka námskeiðinu.

The Course is also available in English. 

Verð og skráning

Rafrænu námskeið Austurbrúar eru gjaldfrjáls. Eftir skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á námskeiðið sem er virkur í 30 daga. 

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]