Sjálfbær matvælaframleiðsla
Sjálfbærni í matvælaframleiðslu er lykilþáttur í því að efla atvinnulíf og menningu. Framleiðsla úr nærumhverfinu minnkar kolefnisspor, eflir staðarvitund, styrkir matarmenningu svæðisins og ferðamennsku henni tengdri.
Markmið 2Sjálfbærnivitund og lífstíll
Menntun sem ýtir undir sjálfbæra þróun og lífstíl er lykilfærni framtíðaríbúa jarðarinnar. Vitundarvakningar er þörf og skólakerfið og samfélagið allt spila stórt hlutverk. Hlúa þarf að friðsamlegri menningu, mannréttindum, kynjafnrétti, heimsvitund, menningarlegri fjölbreytni og viðurkenna mikilvæg framlags menningar til sjálfbærrar þróunar.
Markmið 4Sjálfbærar auðlindir
Fram til ársins 2030 þarf nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt og dregið verður úr hagvexti sem gengur á náttúruna líkt og 10 ára rammaáætlun kveður á um. Hátekjuríki heimsins þurfa að vera leiðandi en við þurfum líka að hugsa þetta í samhengi við okkar nánasta umhverfi. Hagaðilar í landshlutanum þurfa að tileinka sér þessi skref til að árangur náist.
Markmið 8Ferðaþjónusta og menning
Eigi síðar en árið 2030 hefur verið mótuð og innleidd stefna sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á staðbundna menningu og framleiðsluvörur. Þetta snýr m.a. að ímyndarvinnu og markaðssetningu sem unnið hefur verið að innan Austurbrúar í verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.
Samfélagsvitund og staðarstolt
Blása þarf til sóknar til að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Litið hefur verið til þessa markmiðs í Áfangastaðnum Austurlandi þar sem nýjar hugmyndir verða til sem styðjast við fortíðina. Þessi nálgun eflir staðarstolt og eykur samfélagsvitund.
Markmið 11