Við boðum til úrbótagöngu til þess að breyta ásýnd og bæta upplifun. Hópur fólks fer saman í gönguferð um skilgreint svæði með það að leiðarljósi að gera úttekt á öllu sem laga má í umhverfinu.
Við boðum til úrbótagöngu til þess að breyta ásýnd og bæta upplifun. Hópur fólks fer saman í gönguferð um skilgreint svæði með það að leiðarljósi að gera úttekt á öllu sem laga má í umhverfinu. Sumt er auðvelt að færa til betri vegar, s.s. að taka til á atvinnulóðum, þökuleggja og gróðursetja eða rétta við hallandi götuskilti. Auðveldast er að plokka rusl og koma á réttan stað. Annað þarf hugsanlega að setja á langtímaáætlun og vinna í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki.
Úrbótagangan er liður í áfangastaðaáætlun Austurlands og er stýrt af Austurbrú í samstarfi við sveitarfélögin. Göngunni er ætlað að gera okkur íbúana meðvitaðri um umhverfið og það hvernig við getum haft áhrif á ásýnd þess og upplifun gesta okkar.
Það er margt sem íbúar geta gert sjálfir en annað sem þeir geta hvatt fyrirtæki eða sveitarfélög til að framkvæma. Við hvetjum íbúa til að taka þátt í átakinu sem skiptir okkur öll máli.
Skipulag og tímasetning á úrbótagöngum er í höndum sveitarfélaga en reiknað er með að um árlegan viðburð verði að ræða.
Fyrsta gangan verður í lok maí á Egilsstöðum og nánari upplýsingar koma fljótlega.
Umfjöllun um úrbótagönguna á N4.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn