Árið 2018 var 24. janúar útnefndur alþjóðlegur dagur menntunar af Sameinuðu þjóðunum. Dagurinn minnir á mikilvægi menntunar sem mannréttinda, almannahags og sameiginlegrar ábyrgðar okkar allra. Þótt menntakerfi Íslands bjóði almenningi tækifæri til menntunar allt frá leikskóla til háskóla, er einnig til svokölluð fimmta stoð menntunar – framhaldsfræðsla. Með starfsemi sinni styrkir Austurbrú þessa stoð á Austurlandi og styður þannig einstaklinga og samfélagið allt.
Framhaldsfræðslan er minni þekkt en aðrar stoðir en er ekki síður mikilvæg. Hún nær til þeirra sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og vill styðja þá til að nýta þau tækifæri sem samfélagið býður upp á.
Guðjónína Sæmundsdóttir, formaður Símenntar, fjallar ítarlega um gildi framhaldsfræðslunnar í grein á Vísi í dag.
Sjá grein á vef VísisAusturbrú gegnir mikilvægu hlutverki í framhaldsfræðslu á Austurlandi. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið, raunfærnimat og ráðgjöf fyrir einstaklinga sem vilja efla sig í námi og starfi. Einnig styðjum við fyrirtæki og stofnanir með sérsniðnum fræðsluúrræðum og samstarfi við stéttarfélög til að efla fagmenntun starfsfólks. Lestu meira um þjónustuna hér.
Auk þess rekum við háskóla- og fjarnámsþjónustu sem veitir aðgang að námsaðstöðu og próftöku, en árlega eru um 800 próf tekin á Austurlandi. Með rannsóknum sem byggja á sérstöðu svæðisins stuðlum við að nýsköpun og aukinni þekkingu, sem styrkir bæði samfélagið og einstaklinga.
Framhaldsfræðslan er þannig mikilvægur hlekkur í að skapa tækifæri til náms og starfsþróunar á Austurlandi og stuðlar að því að einstaklingar og samfélagið allt blómstri.
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Hrönn Grímsdóttir
Úrsúla Manda Ármannsdóttir
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn