Þetta var síðasti ársfundur Austurbrúar þar sem Jóna Árný Þórðardóttir gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar SSA og Austurbrúar, þakkaði henni fyrir vel unnin störf. „Hún hefur skilað góðu verki og vil ég fyrir hönd stjórnar SSA og Austurbrúar færa henni innilegar þakkir fyrir þau góðu og mikilvægu störf sem hún hefur unnið í þágu Austurlands. Nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, tekur við góðu búi og óskum við henni góðs gengis. Við efumst ekki um að hún mun áfram leiða Austurbrú til góðra verka,“ sagði Berglind.