Hálendið

Austurbrú er aðili að Samtökum þekkingarsetra á landsbyggðinni, sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ársfundur samtakanna var nýverið haldinn (sem fjarfundur) og sátu Guðrún Á. Jónsdóttir og Signý Ormarsdóttir hann fyrir hönd Austurbrúar. Þær kynntu helstu verkefni og áherslur Austurbrúar þegar kemur að uppbyggingu þekkingar og hagnýtingar hennar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávapaði fundinn og ræddi m.a. um mikilvægi sterkra innviða fyrir menntaþjónustu og rannsóknir í byggðum landsins. Á dagskránni var einnig kynning á þekkingarsetrunum, því sem þau eiga sameiginlegt og á verkefnum hvers seturs. Í framhaldinu urðu gagnlegar samræður við ráðherra um málefni þekkingarsetranna og framtíðarhlutverk þeirra.