Mánudaginn 7. apríl mun hópur starfsfólks Austurbrúar halda til Borgarfjarðar eystri og bjóða íbúum og aðilum úr atvinnulífi, menntakerfi og ferðaþjónustu til opins samtals í Fjarðarborg. Viðveran stendur frá kl. 10 til 16 og allir eru hjartanlega velkomnir að koma við eða jafnvel bjóða okkur í heimsókn!
Með í för verða fulltrúar Austurbrúar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, sóknaráætlunar, ferðaþjónustu og fræðslumála: Páll Baldursson, Urður Gunnarsdóttir, Alexandra Tómasdóttir, Lilja Sigríður Jónsdóttir og Hrönn Grímsdóttir. Þau verða til taks fyrir spjall og ráðgjöf og svara eftir fremsta megni þeim spurningum sem upp kunna að koma.
Markmið heimsóknarinnar er að efla tengsl við heimafólk og skapa vettvang fyrir samtal um málefni sem skipta Austfirðinga máli. Við bjóðum upp á léttan hádegisverð – súpu og brauð – og í því samhengi verður stutt kynning þar sem farið verður yfir áherslur í nýrri Sóknaráætlun Austurlands 2025–2029.
Jafnframt verður rætt um þau úrræði sem standa til boða í atvinnu- og byggðaþróun, ferðaþjónustu og fræðslumálum. Gestum gefst einnig kostur á að fá upplýsingar um styrki, námsleiðir og stuðningskerfi sem ætlað er að styðja við framtakssemi og fjölbreytt samfélagslíf í landshlutanum.
Austurbrú leggur áherslu á persónulegt samtal við íbúa og aðra hagsmunaaðila í hverju byggðarlagi. Því er þessi heimsókn liður í víðtækari ferð um Austurland sem miðar að því að styðja við svæðisbundin tækifæri og veita sem besta þjónustu.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Páll Baldursson
Urður Gunnarsdóttir
Alexandra Tómasdóttir
Lilja Sigríður Jónsdóttir
Hrönn Grímsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn