Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála. Sjá nánar á vef um grænbók um samgöngumál.

Dagskrá

13:00–14:00 – Erindi

Einar Már Sigurðarson, formaður SSA
Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi
Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður á Sókn lögmannsstofu

14:00–15:00 – Umræður

Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.

Fundarstjóri er Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs.

Nánari upplýsingar