Barnamenning blómstrar á Austurlandi

Fimmta BRAS-hátíðin verður haldin í haust undir yfirskriftinni „Ég um mig frá mér til þín“.

Heimasíða BRAS

Stýrihópur BRAS, sem í sitja aðilar forstöðumenn menningarmiðstöðvanna þriggja, fulltrúar sveitarfélaga, fulltrúar stofnana og Austurbrúar er nú að undirbúa hátíðina sem fer fram í haust. Í ár verður sérstök áhersla lögð á að vinna með austfirskum listamönnum sem munu bjóða uppá gjörninga, viðburði, smiðjur og ýmislegt fleira skemmtilegt fyrir alla aldurshópa.  Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með en reynt verður að bjóða uppá viðburði í flestum byggðakjörnum. Þá verður áfram samstarf við „List fyrir alla“ en í ár verður öllum grunnskólanemendum boðið að taka þátt í viðburðinum „Ein stór fjölskylda“ með þeim Gunna og Felix.

BRAS-hátíðin hefur fest sig í sessi og er orðin stærsti samfelldi menningarviðburðurinn sem börnum og ungmennum á Austurlandi stendur til boða.

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn