BRAS – menningarhátíða barna og ungmenna á Austurlandi hefur fest sig í sessi sem árviss haustviðburður og þykir mörgum hátíðin orðin jafn sjálfsögð og skólabyrjun, smölun og haustlitir. Hátíðin í ár ber nafnið „Hringavitleysa“ og þema ársins er hringurinn. Hann getur táknað allt milli himins og jarðar og það hentar mjög vel því verkefnin sem boðið verður uppá á BRASinu í ár verða alls konar, út um allt og fyrir öll börn og ungmenni á Austurlandi.

Við hvetjum forráðamenn til að fylgjast vel með auglýsingum fyrir komandi viðburði á BRAS.is, Facebook og Instagram. Auk þess munu skólarnir senda upplýsingar á forráðamenn í gegnum Mentor og hinar ýmsu stofnanir auglýsa á sínum miðlum.

Hlökkum til að BRASa með ykkur í sjötta sinn!

 

BRAS plakatið í ár er hannað af Hildi Björk Þorsteinsdóttur á Djúpavogi en hluta af því má sjá efst á síðunni.

Verkefnisstjórn


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]