Þann 12. janúar tóku fulltrúar fræðslumála Austurbrúar á móti Iben Maria With og Emil Erichsen frá Holbek Uddannelses- og Studiecenter (HUSC) í Danmörku. Markmið heimsóknarinnar var að skoða náms- og kennsluaðstöðu fyrir framhalds- og háskólanám á landsbyggðinni. Byrjað var að fara í Menntaskólann á Egilsstöðum, þá Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og að lokum í Hallormsstaðaskóla. Fundur með fulltrúum Austurbrúar og HUSC fór fram á Reyðarfirði þar sem stofnanirnar kynntu starfsemi sína og rætt var um mögulegt alþjóðlegt samstarfsverkefni.