Skrúður

Lifandi vinnustaður!

Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda byggða ­þróun, atvinnulífi, menntun og menningu. Hjá Austurbrú starfa nú um 28 manns á sex starfsstöðvum á Austurlandi.

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir:

 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynslu af mótun liðsheildar á vinnustað og vinnustaðamenningar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skapandi hugsun, greiningarfærni og reynslu af verkefnastjórnun
 • Færni í íslensku og ensku
 • Þekkingu og reynslu af rekstri, áætlanagerð og mannauðsmálum
 • Háskólaprófi sem nýtist í starfi, meistaragráða kostur

Verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Ábyrgð á mannauðsverkefnum og innleiðingu þeirra
 • Ábyrgð og þátttaka í verkefnum stjórnendateymis Austurbrúar
 • Staðgengill framkvæmdastjóra í fjarveru hans
 • Aðkoma að rekstri, m.a. eftirlit með fjárhag verkefna
 • Öflun verkefna í samstarfi við verkefnastjóra
 • Ábyrgð á útdeilingu verkefna til starfsfólks
 • Ábyrgð á framvindu og skilum verkefna sem undir yfirverkefnastjóra heyra
 • Tryggja miðlun og viðhald þekkingar innan Austurbrúar
 • Þátttaka í stefnumótun, áætlangerð og þróun Austurbrúar
 • Þátttaka í öðrum verkefnum á starfssviði Austurbrúar

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að yfirverkefnastjóri innri verkefna verði með aðsetur á starfsstöð Austurbrúar á Reyðarfirði eða Egilsstöðum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.