Á skrifstofu í litlum friðsælum bæ

Það er kannski ekki enn á allra vitorði en á Austurlandi er best að vera. Það er að segja ef þú kannt að meta veðursæld, náttúrufegurð, kyrrð og samfélag sem tekur vel á móti öllum!

Það var því mjög mikilvægt fyrir hann að búa áfram á Fáskrúðsfirði þegar honum bauðst vinna hjá Origo fyrir nokkrum árum. „Ég var spurður að því í atvinnuviðtalinu hvort ég væri til í að koma suður og ég svaraði því til að ef ég gæti unnið þessa vinnu á Fáskrúðsfirði þá kysi ég fremur að gera það. Og það var samþykkt.“

Í dag er Moaz með skrifstofuaðstöðu á Skólavegi 59 á Fáskrúðsfirði í skrifstofubyggingu sem er í eigu Loðnuvinnslunnar.

Hann og deilir sinni hæð með öðrum einyrkjum í staðsetningarlausum störfum. „Mér finnst gott að vinna einn,“ segir hann. „Ég þarf gott næði í vinnunni svo ég geti einbeitt mér og þá hentar vel að vera einn á skrifstofu í litlum friðsælum bæ. Svo ekki sé minnst á það hversu ódýrt það er að búa úti á landi!“