Meiri hluti námsefnisins var kenndur í gegnum námsumhverfið Learncove þar sem að þátttakendur fóru í gegnum námsefnið á sínum hraða og unnu verkefni tengd námsefninu. Markmið grunnnámskeiða fyrir fiskvinnslufólk er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust, styrkja faglega hæfni og gera þá hæfari til allra almennra fiskvinnslustarfa.