Kæri íbúi!

Jóna Árný Þórðardóttir heiti ég og vinn hjá Austurbrú. Við vinnum að hagsmunamálum allra íbúa Austurlands og veitum þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.

Ég er fædd og uppalin á Norðfirði, ólst upp í sveit, er heimakær fram úr hófi og eftir nokkur ár í burtu í kringum tvítugsaldurinn sneri ég aftur heim á Skorrastað í Norðfjarðarsveit og hef ekki í hyggju að fara í bráð.

En ég flutti sumsé um tíma af landi brott. Settist að á Englandi í eitt ár ásamt manni mínum og eins árs gamalli dóttur. Þrátt fyrir að landið sé að mörgu leyti kunnuglegt á svo margan hátt kynntist ég því af eigin raun hvernig það er að setjast að í öðru landi og hvernig ég þurfti að aðlagast öðru samfélagi, annarri menningu og öðrum siðum. Þessu fylgdi rótleysi, tengslanetið raskaðist og ýmis leikni og færni, t.a.m. í samskiptum við stofnanir samfélagsins og annað fólk, takmarkaðist þegar ég gat ekki tjáð mig á móðurmáli mínu né tekið við upplýsingum á því. Ég var ekki eins góð í ensku og ég taldi mig vera og þaðan af síður fulllæs á enska menningu. Þetta hafði því talsverð áhrif á líf mitt. Einföld mál, eins og að sækja um opinbera þjónustu af einhverju tagi, urðu flókin, tímafrek og já, hreint og beint leiðinleg.

En vissulega naut ég talsverðra forréttinda. Ég þurfti ekki að setjast að á Englandi. Ég var ekki að flýja neyð af neinu tagi. Þetta var ævintýri.

Ég veit að það nýtur ekki allt fólk af erlendum uppruna á Austurlandi slíkra forréttinda. Fólk er í leit að betra lífi, að vinnu, að öryggi og að tryggri framtíð. Ég segi aðeins frá minni reynslu því ég tel mig, að mjög takmörkuðu leyti, skilja aðstæður fólks af erlendum uppruna sem búsett er hér á Austurlandi. Það er nefnilega krefjandi að vera útlendingur á Íslandi. Tungumálið er okkur dýrmætt, það er hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar og íslenskan er eitt af okkar grunngildum. Við ætlumst til að fólk geti tjáð sig á þessari tungu og það segir sig því eiginlega sjálft að þetta er ein stærsta hindrunin þegar kemur að aðlögun fólks sem ekki hefur íslensku að móðurmáli. Því við skulum bara segja það eins og er: Íslenska er erfitt tungumál. Svo erfitt að það reynist jafnvel innfæddum erfitt að læra hana.

En ég trúi því jafnframt að tímarnir séu breyttir og muni breytast mikið á næstu árum. Auðvitað er mikilvægt fyrir Ísland að viðhalda venjum, hefðum og siðum en samfélagið og menningin mun taka breytingum hvað svo sem okkur finnst um þær. Það skiptir eiginlega ekki máli. Við lifum í heimi sem verður sífellt tengdari innbyrðis, Íslendingar sinna störfum þar sem enska er vinnutungumálið, við verðum fyrir allskonar áhrifum erlendis frá og það mun einungis aukast á næstu árum. Við erum að verða að fjölmenningarlegu samfélagi. Hratt.

Að mínu viti er ekki boðlegt að hafna slíkri þróun eða berjast gegn henni eins og sumir gera. Það er engin góð ástæða til þess því ávinningurinn af fjölmenningu er samfélag fjölbreytni, víðsýni og umburðarlyndis. Í þannig samfélagi líður fólki vel. Og þegar fólki líður vel lætur það að sér kveða og þannig getur fjölmenning leitt til þróunar og framfara á öllum sviðum tilverunnar.

Í mínum huga er fjölmenningarlegt samfélag verðugt markmið fyrir Austfirðinga og það er á ábyrgð okkar allra að vel takist.

 

English

This edition of Austurglugginn is a special cooperation between Austurbrú and Austurland’s Publishing Company (Útgáfufélag Austurlands) and is dedicated to foreign-born people in Austurland. It is published mostly in English in an attempt to reach the part of our population whose native language isn’t Icelandic. The following text is the editorial by Jóna Árný Þórðardóttir, manager of Austurbrú. 

Dear inhabitant!

My name is Jóna Árný Þórðardóttir and I work for Austurbrú. The organisation is focused on the interests of all who live in Austurland and provides services in the fields of employment, education and culture.

I am born and raised in Norðfjörður. I grew up on a farm, I am a total homebody and after spending a few years away in my twenties, I returned to Skorrastaður in Norðfjörður and have no intention of leaving any time soon.

But I did move away for a while. I lived in England for a year with my husband and one-year old daughter. Even though England was in many ways a familiar country, I experienced for myself what it’s like to relocate to a different country and how I had to adjust to a different community, a different culture and different traditions. I felt rootless, disconnected from my usual network of people and my various skills and abilities were limited, such as communicating with public institutions and other people since I was unable to express myself or receive information in my native tongue. My English wasn’t as good as I thought it was and my cultural understanding of England was far from perfect. This impacted my life significantly. Simple things, like applying for various public services, became complicated, timeconsuming and frankly quite tedious.

But I certainly enjoyed some privilege. I didn’t have to move to England permanently. I was not fleeing from any sort of destitution or distress. It was an adventure.

I realize not everyone has that privilege. People come searching for a better life, a job, safety and a secure future. I only share my experience because I believe that I have (a very limited) understanding of the circumstances of immigrants in Austurland. It is actually very challenging to be a foreigner in Iceland. Our language is precious to us, it is part of our self-image as a nation and Icelandic is one of our core values. We expect people to be able to express themselves in Icelandic and so this is obviously one of the biggest hurdles for people whose native language isn’t Icelandic to become a part of the community. And let’s just be frank: For most foreigners Icelandic is a difficult language. It is so difficult that even born and raised Icelanders find it hard to learn at times.

But I also believe that times have changed and will continue to change a great deal in the coming years. It is of course important for Iceland to maintain its traditions, customs and etiquettes but the community and culture will change no matter how we feel about it. We live in a world that is constantly becoming more and more connected through increased communication. Icelanders work jobs where they use English as their working language. We are influenced by various forces from abroad and this will only increase in the coming years. We are becoming a multicultural society. Fast.

In my mind, rejecting this development or fighting it, like some do, is not an option. There is no valid reason to either, because the benefits of multiculturalism are a diverse community, openmindedness and tolerance. People feel good in a community like that and when people feel good, they apply themselves and that is how multiculturalism can enhance development and progress in all areas of our lives. For me, a multicultural community is a worthy goal for Austurland and it is the responsibility of all of us who live here to do it well.