Námsferð í Landnemanum mars 2023.

Aðstoð frá Rótarý

Ferðalagið var skipulagt af Austurbrú, Múlaþingi og Rótarýklúbbi Héraðsbúa og var öllu flóttafólki frá Úkraínu boðið að taka þátt – ekki eingöngu nemendum námskeiðsins. Sveinn Jónsson, fyrrum forseti klúbbsins, kom inn í skipulagninguna af krafti og styrkti Rótarý ferðalagið af miklum myndarbrag. Skaffaði klúbburinn m.a. rútu, bílstjóra og sá auk þess um fararstjórn. Um hana sá Eyjólfur Jóhannsson, forseti Rótarýklúbbs Héraðsbúa.

Hópurinn var sóttur á Eiðar og á Reyðarfjörð. Fyrsta stopp var á Fáskrúðsfirði þar sem Fjóla Þorsteinsdóttir tók á móti hópnum og gekk með þeim um sýninguna Frakkar á Íslandsmiðum eða Franska safnið eins og það er kallað í daglegu tali. Að lokinni leiðsögn um safnið fór hópurinn í Gallerí Kolfreyju, þar var starfsemin kynnt og sveitarfélagið Fjarðabyggð bauð upp á hressingu.

 

Nánari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn