Þróun samfélags
Verkefninu var hrint af stað árið 2019 og er tilgangur þess að efla og styrkja samfélagið í Fljótsdal með virkri þátttöku og samtali einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem tengjast dalnum. Stýrihópur var skipaður utan um verkefnið sem kallast samfélagsnefnd og í henni sitja tveir fulltrúar íbúa, tveir fulltrúar úr sveitarstjórn og einn frá Austurbrú. Nefndin hefur yfirumsjón með verkefninu en haustið 2019 var Ásdís Helga Bjarnadóttir ráðin sem verkefnastjóri í gegnum sérstakan samning Fljótsdalshrepps við Austurbrú.
Stefnumótun og skipulag
Framtíðarsýn verkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal eru sett fram í fjórum meginmarkmiðum:
● Skapandi og samheldinn mannauður
● Sjálfbær landbúnaður og nýting náttúruauðlinda
● Góð búsetuskilyrði og öflugir innviðir
● Einstök náttúra og saga
Samfélagssjóður Fljótsdals
Fjölmörg verkefni hafa orðið til sem eiga að þjóna þessum markmið. Þau eru fjölbreytt og metnaðarfull og eitt þeirra er Samfélagssjóður Fljótsdals sem var eitt stærsta áhersluverkefni ársins 2020. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal. Fyrsta úthlutun fór fram í júní 2020 en síðast var úthlutað 10. mars 2022.
Nánari upplýsingarStaðarvalsúttekt fyrir byggðakjarna
Annað verkefni sem vakið hefur athygli eru hugmyndir um mótun byggðakjarna í dalnum. Þetta er einstakt verkefni þótt víða væri leitað því yfirleitt hefur byggð þróast þannig að skipulagsmálin koma eftir á. En þarna er enginn þéttbýliskjarni fyrir og markmiðið að finna stað fyrir byggðakjarna sem lætur fólki líða vel. Hugmyndir að byggðaskipulagi á þremur mismunandi stöðum hafa nú þegar verið birtar.
Byggðakjarni í Fljótsdal - tillögurSkjöl tengd verkefninu
Nánari upplýsingar

Ásdís Helga Bjarnadóttir