Vopnafjörður

Hvert er ferð okkar heitið?

FRAMTÍÐ OKKAR er rafrænt pallborð þar sem áfangastaðurinn Austurland verður til umfjöllunar. Þetta verða líflegar umræður um fordæmalausa tíma, áhrif þeirra á okkur, áskoranirnar og tækifærin sem leynast í erfiðri stöðu.

 

Rafræni viðburðurinn FRAMTÍÐ OKKAR er hugmynd sem þróuð hefur verið af sérfræðingum í ferðamálum, klasahugmyndafræði og áfangastaðahönnun. Austurland hefur verið valinn fyrsti áfangastaðurinn sem tekinn verður til skoðunar en í framhaldinu mun viðburðurinn ferðast um allan heim.

Innblástur og nýjar hugmyndir

Á þessum fordæmalausu tímum eru margir að takast á við nýjan veruleika og áskoranir. Það er von okkar hjá Austurbrú og Íslenska ferðaklasanum að FRAMTÍÐ OKKAR endurspegli þau tækifæri, áskoranir og hindranir sem samfélög og áfangastaðir standa frammi fyrir í dag. Við vonum að umræðan og samtalið geti veitt okkur nauðsynlegan innblástur og tendri nýjar hugmyndir.

Pallborðið mun ferðast um allan heim en áfangastaðinn Austurland er fyrstur í röðinni. Landshlutinn verður kynntur en svo mun hópur sérfræðinga taka þátt í umræðum og veita álit á þeim breyttu aðstæðum sem við höfum öll upplifað síðustu mánuði. Til umræðu verða m.a. niðurstöður könnunar sem send var á fyrirtæki á Austurlandi nú á dögunum. Þátttakendur í pallborðinu verða María Hjálmarsdóttir (Ísland), Signe Jungersted (Danmörk), Chris Doyle (Bandaríkin/Svíþjóð), Bård Jervan (Noregur), Milena Nikolova (Búlgaría), Daniel Byström (Svíþjóð) og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir (Ísland) en öll hafa þau mikla reynslu af þróun áfangastaða á alþjóðavísu. Þau munu freista þess að koma með ferska sýn á málefnin, veita ráðgjöf byggða á reynslu og að vonum veita þátttakendum andagift og ný sjónarhorn.

Heimboð í ekta „eldhúsumræður“

Með FRAMTÍÐ OKKAR er Austurland að bjóða heiminum í heimsókn í ekta „eldhúsumræður“ þar sem lykilspurningin verður: Hvert er ferð okkar heitið? Austurbrú og Íslenski ferðaklasinn heita því að pallborðið og umræðurnar verði vinalegar, ástríðufullar, heiðarlegar, mannlegar, hugmyndaríkar, hjálpsamar og á köflum vel kryddaðar og ögrandi! Leiðarljós pallborðsins verða samhjálp, vistkerfin okkar, endurnýjun og lausnamiðuð hugsun.

Við bjóðum alla velkomna á FRAMTÍÐINA OKKAR. Við hvetjum sérstaklega íbúa Austurlands til þátttöku en tökum fram að um opin og alþjóðlegan rafrænan viðburð er að ræða. Það er sannfæring okkar sem stöndum að FRAMTÍÐIN OKKAR að við getum öll lært af hvert öðru og fátt er jafn mikilvægt í dag en að skapa sameiginlegan vettvang til að deila fróðleik og reynslu. Við deilum FRAMTÍÐ OKKAR saman!

Hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook-síðu Austurbrúar. Útsendingin verður frá 13:00 til 14:30. 

Nánari upplýsingar